Skilmálar
Með því að skrifa undir þessa áskorun veitir þú Sjálfsbjörg leyfi til þess að afhenda undirskrift þína á undirskriftalistanum til stjórnvalda.
Einnig veitir þú þeim leyfi til að miðla til þín upplýsingum um árangur herferðarinnar, starf félagsins og kynna leiðir til að hafa áhrif. Þú getur óskað eftir því hvenær sem er að hætta að fá slíkar upplýsingar eða að upplýsingum sé eytt.

Öll börn eiga rétt á sömu tækifærum þegar kemur að menntun og skólastarfi. Hreyfihömluð börn eru ekki vesenið en oft er aðgengi þeirra að skólabyggingum, sundlaugum, íþróttaaðstöðu, leikvöllum, frístundaheimilum og ótal öðrum stöðum í samfélaginu verulega ábótavant. Það er vesen!
Skrifaðu undir og saman krefjumst við þess að stjórnvöld setji aðgengi hreyfihamlaðra barna í sérstakan forgang.
Skrifa undir
Algild hönnun – fyrir öll
Það er ekki eðlilegt að hreyfihömluð börn þurfi að byrja skólagönguna sína í brekku í orðsins fyllstu merkingu. Tröppur, þröskuldar, þungar hurðir og aðrar hindranir kosta oftar en ekki sérstakar lausnir, fyrirhöfn eða aukaúrræði fyrir hreyfihamlaða.
Það eru ekki sérþarfir eða forréttindi að komast leiðar sinnar í skólabyggingunni, inn í sérgreinastofurnar, sundlaugina eða bóksafnið. Hönnun mannvirkja og innviða á að taka mið af því að gera öllum kleift að taka þátt og þar með tilheyra í samfélaginu. Fyrir hverja er annars verið að hanna þetta allt saman?
Við græðum öll á góðu aðgengi!
Hreyfihamlað fólk er ekki vesenið, heldur samfélag og innviðir sem gera bara ráð fyrir að flest, en ekki öll, komist leiðar sinnar.
Það er ekki vesen að hanna mannvirki rétt frá byrjun. Það er vesen að gera það ekki!

Skrifaðu undir hér
Með því að setja nafnið þitt á undirskriftalistann leggur þú þitt af mörkum til að krefjast þess að stjórnvöld tryggi algilda hönnun, sérstaklega í skólabyggingum, frístundamiðstöðvum og þar sem hreyfihömluð börn eru við nám og leik. Þetta á ekki að vera vesen. Börnin okkar eiga betra skilið.
1155